jazz og blús, múlinn, tónlist
Óskar Guðjóns og Magnús Jóhann - Múlinn jazzklúbbur
Verð
4.500 kr
Næsti viðburður
miðvikudagur 23. apríl - 20:00
Salur
Björtuloft
Múlinn jazzklúbbur
Flytjendur
Óskar Guðjónsson, saxófónn
Magnús Jóhann Ragnarsson, píanó
Um tónleikana
Píanóleikarinn Magnús Jóhann og saxófónleikarinn Óskar
Guðjónsson hafa ýmsa fjöruna sopið, saman og sinn í hvoru lagi. Óskar er einn
fremsti djasstónlistarmaður landsins og Magnús einn virkasti músíkant í
Reykjavík. Leiðir þeirra lágu fyrst saman í hljómsveitinni Moses Hightower og
með söngkonunni Bríeti en haustið 2024 gáfu þeir út hljómplötuna Fermented
Friendship. Platan inniheldur nýjar tónsmíðar þeirra beggja þar sem dúnmjúkur
hljómur Óskars nýtur sín vel í samtali við fagran píanóleik Magnúsar. Þeir hljóðrituðu
plötuna í Norðurljósasal Hörpu í maí 2023 eftir vetrarlangt undirbúningsferli
og færa sig nú upp um nokkrar hæðir í sama húsi til þess að spila á
Múlanum.
Viðburðahaldari
Múlinn Jazzklúbbur
Miðaverð er sem hér segir:
A
4.500 kr.
Dagskrá
Björtuloft
Björtuloft eru glæsileg og óvenjuleg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina. Á neðri hæð er fastur bar og útgengi á svalir með útsýni yfir höfnina.
Hápunktar í Hörpu