börn og fjölskyldan, maxímús, ókeypis viðburður

Fjöl­skyldu­dag­skrá Hörpu: Skoð­un­ar­ferð með Maxímús

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 24. nóvember - 11:00

Salur

Framhús

Ingibjörg Fríða leiðir skoðunarferð fyrir yngstu gesti Hörpu í fylgd fullorðinna í leit að Maxímús Músíkús. Við förum um ýmsa sali, króka og kima Hörpu og veltum fyrir okkur hvort þeir séu ákjósanlegir staðir fyrir litla mús að búa á – Maxímús Músíkús er svo sannarlega langminnsti íbúi sem skráður er til heimilis í Hörpu.  

Skoðunarferðin er um það bil hálftími að lengd og endar við Hljóðhimna, barnarými Hörpu á fyrstu hæð.

Aðgangur er ókeypis en bóka þarf miða hér, þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Aðeins er bókað fyrir hvert barn, en tveir fullorðnir mega fylgja með. Opnað er fyrir bókanir fimm dögum fyrir auglýsta skoðunarferð.

Aðgengi
Viðburðurinn fer fram á íslensku.
Viðburður hentar börnum á öllum aldri.  
Skoðunarferð fer fram í opnum rýmum og sölum Hörpu þar sem gert er ráð fyrir aðgengi að lyftum gesti sem þess óska.
Nánari upplýsingar um heimsóknir í Hörpu og aðgengismál má finna hér.

Við viljum upplýsa gesti um að ljósmyndari á vegum Hörpu gæti verið viðstaddur viðburðinn. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja ekki að myndir af börnum þeirra birtist í umfjöllun um viðburðinn á miðlum Hörpu þá biðjum við ykkur vinsamlegast um að láta starfsfólk eða ljósmyndarann vita á staðnum eða í gegnum netfangið markadsdeild@harpa.is.

Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

sunnudagur 24. nóvember - 11:00