jazz og blús, múlinn, tónlist

Jóns­son, Jóns­son, Hemstock & Gröndal - Múlinn jazz­klúbbur

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.500 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 9. apríl - 20:00

Salur

Björtuloft

Múlinn jazzklúbbur

Flytjendur
Haukur Gröndal, saxófónar og klarinett
Ólafur Jónsson, saxófónar
Þorgrímur Jónsson, bassi
Matthías M.D. Hemstock, trommur

Um tónleikana
Hljómsveitin er leidd af bræðrunum Ólafi saxófónleikara og Þorgrími kontrabassaleikara en auk þeirra skipa kvartettinn þeir Matthías Hemstock og Haukur Gröndal. Allir hafa þeir fjórir komið víða við í íslensku tónlistarlífi, leikið með rjóma íslensks tónlistarfólks og komið fram með fjölda erlendra gesta sem heimsótt hafa landið á undaförnum árum og ættu því að vera gestum Múlans að góðu kunnir. Efnisskrá kvöldsins samanstendur af nýrri tónlist úr smiðju hljómsveitameðlima sem er sérsamin fyrir þessa hljóðfæraskipan. Ný framsækin jazztónlist þar sem fallegar og lagrænar tónsmíðar verða í forgrunni og styrkur hvers hljóðfæraleikara nýtist til hins ítrasta.


Viðburðahaldari

Múlinn Jazzklúbbur

Miðaverð er sem hér segir:

A

4.500 kr.

Björtuloft

Björtuloft eru glæsileg og óvenjuleg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina. Á neðri hæð er fastur bar og útgengi á svalir með útsýni yfir höfnina.

Hápunktar í Hörpu