börn og fjölskyldan, ókeypis viðburður

Fjöl­skyldu­dag­skrá Hörpu: Krílatónar

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 1. júní - 09:30

Salur

Norðurljós

Krílatónar í Hörpu er hugljúf tónlistarstund ætluð börnum á aldrinum 0-3 ára og foreldrum þeirra. Um er að ræða 35 mínútna samverustund í söng, hreyfingu og dansi sem söngkonan og tónlistarkennarinn Ösp Eldjárn leiðir, en hún hefur um árabil unnið við og þróað tónlistarnámskeið fyrir yngstu kynslóðina og foreldra, bæði hérlendis og í London. Notast verður við þulur og barnagælur sem og frumsamin lög og texta í bland við erlend. Stundin hentar vel fjöltyngdum fjölskyldum.

Nánari upplýsingar og skráning auglýst síðar.

Aðgengi

Viðburðurinn fer fram á sléttu gólfi með góðu aðgengi að lyftum og lausum stólum.
Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku.
Nánari upplýsingar um heimsóknir í Hörpu og aðgengismál má finna hér.

Við viljum upplýsa gesti um að ljósmyndari á vegum Hörpu gæti verið viðstaddur viðburðinn. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja ekki að myndir af börnum þeirra birtist í umfjöllun um viðburðinn á miðlum Hörpu þá biðjum við ykkur vinsamlegast um að láta starfsfólk eða ljósmyndarann vita á staðnum eða í gegnum netfangið markadsdeild@harpa.is.


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

sunnudagur 1. júní - 09:30

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.