börn og fjölskyldan, ókeypis viðburður, tónlist

Fjöl­skyldu­dag­skrá Hörpu: Dýratónar

Verð

0 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 24. apríl - 13:00

Salur

Kaldalón

Hvað eru mörg erindi í sönglögum hvala? Geta krybbur og bjöllur búið til trommutakta? Syngur hrossagaukur með goggnum eða með stélinu?

Börnum og fjölskyldum þeirra boðið að hlusta sig inn í dýraríkið með tónlistarkonunni Sóleyju Stefánsdóttur og sjávarlíffræðinginum Eddu Elísabetu Magnúsdóttur.

Dýratónar er hljóðfæralína sem á heimili í Hljóðhimnum, barnarými Hörpu. Hljóðfærin opna tóneyru barna fyrir tónlistinni sem hljómar í náttúrunni. Hljóðfærin eru hönnuð af ÞYKJÓ teyminu í samstarfi við Sóleyju Stefánsdóttur, Eddu Elísabetu Magnúsdóttur og Luis Castillo Nassur.

Aðgangur ókeypis - nánari upplýsingar um viðburðinn síðar.

Aðgengi  
Viðburðurinn fer fram á íslensku - hægt að spyrja spurninga á ensku.
Nánari upplýsingar um heimsóknir í Hörpu og aðgengismál má finna á heimasíðu Hörpu.

Við viljum upplýsa gesti um að ljósmyndari/upptökumaður á vegum Hörpu gæti verið viðstaddur viðburðinn. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja ekki að myndir/myndbönd af börnum þeirra birtist í umfjöllun um viðburðinn á miðlum Hörpu þá biðjum við ykkur vinsamlegast um að láta starfsfólk eða ljósmyndarann vita á staðnum eða í gegnum netfangið markadsdeild@harpa.is


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

fimmtudagur 24. apríl - 13:00

Hápunktar í Hörpu